Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2018 | 11:00

LET Access: Guðrún Brá lauk keppni T-17 á Spáni

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK átti lokahring vonbrigða á móti vikunnar á LET Access mótaröðinni, Santander Golf Tour LETAS El Prat 2018, en spilað var á El Prat í Barcelona, dagana 8.-10. nóvember 2018.

Eftir 2. dag þ.e. fyrir lokahringinn var Guðrún Brá í efsta sæti ásamt frönsku stúlkunni Anais Meyssonnier, en hafnaði í 17. sæti ásamt 6 öðrum á lokahringnum.

Lokahringinn lék Guðrún Brá á 78 höggum; fékk 2 skolla og 2 tvöfalda skolla; og ekki einn einasta fugl!!! Óvanalegt að sjá þetta hjá Guðrúnu Brá.

Sigurvegari mótsins varð hin sænska Julia Engstrom, sem lék á samtals 3 undir pari, 213 höggum (76 71 66), en það var einkum glæsilegum lokahringur upp á 66 högg, sem skilaði henni sigrinum.

Sjá má stöðuna á Santander El Prat mótinu með því að SMELLA HÉR: