Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2019 | 14:30

LET Access: Guðrún Brá úr leik

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tók þátt í móti vikunnar á LET Access, Bossey Ladies Championship 2019.

Mótið fer fram á Association du Golf & Country Club de Bossey, í Bossey, Frakklandi, dagana 14.-16. ágúst 2019.

Guðrún lék á samtals 11 yfir pari, 153 höggum (75 78) og er úr leik.

Niðurskurður miðast sem stendur við samtals 8 yfir pari, þannig að Guðrún Brá var 3 höggum frá því að spila lokahringinn á morgun.

Til þess að sjá stöðuna á Bossey Ladies SMELLIÐ HÉR: