Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2023 | 07:45

LET Access: Guðrún Brá T-7 og Ragnhildur T-21 e. 1. dag í Girona

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir eru meðal keppenda á Santander Golf Tour – Girona mótinu, sem er hluti af LET Access mótaröðinni.

Mótið fer fram í GC Peralada, í Girona, Spáni, dagana 1.-3. mars 2023.

Eftir 1. dag er Guðrún Brá T-7 – kom í hús á sléttu pari, 71 höggi.

Ragnhildur er T-21, en hún spilaði á 2 yfir pari, 73 höggum.

Sjá má stöðuna á Santander Golf Tour – Girona með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: f.v. Ragnhildur og Guðrún Brá. Mynd: GSÍ