Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2018 | 10:00

LET Access: Guðrún Brá og Valdís Þóra keppa í Frakklandi

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili keppa báðar á LET Access mótaröðinni í þessari viku.

Mótið heitir Terre Blanche og fer fram á samnefndum velli í Frakklandi.

LET Access mótaröðin er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Evrópu á eftir LET Evrópumótaröðinni.

Þetta er í fyrsta sinn sem Guðrún Brá keppir sem atvinnukylfingur en Valdís Þóra hóf atvinnumannaferil sinn á þessari mótaröð.

Fyrsti keppnisdagurinn er fimmtudagurinn 6. apríl og verða leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum.

Niðurskurður er eftir 2. keppnisdag.

Texti: GSÍ