Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2019 | 20:00

LET Access: Guðrún Brá og Berglind T-43 e. 1. dag

Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK taka þátt á móti vikunnar á LET Access, Rügenwalder Mühle Ladies Open 2019.

Mótið fer fram í Golf Club am Meer í Bad Zwischenahn, Þýskalandi og eru þátttakendur 71.

Þær voru ansi samtaka því báðar komu í hús á 2 yfir pari, 74 höggum á 1. degi mótsins og eru T-43.

Berglind fékk 3 fugla og 5 skolla, en Guðrún Brá 2 fugla, 2 skolla og 1 tvöfaldan skolla á 1. hring.

Báðar er fyrir ofan niðurskurðarlínuna, sem miðast, sem stendur, við 3 yfir pari eða betra.

Sjá má stöðuna á Rügenwalder Mühle Ladies Open 2019 með því að SMELLA HÉR: