Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2019 | 21:00

LET Access: Guðrún Brá og Berglind luku keppni á Rügenwalder Mühle mótinu

Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tóku þátt á móti vikunnar á LET Access, Rügenwalder Mühle Ladies Open 2019.

Mótið fór fram í Golf Club am Meer í Bad Zwischenahn, Þýskalandi 26.-28. september 2019 og lauk því í dag.

Þátttakendur voru 71 og komust báðir íslensku keppendurnir í gegnum niðurskurð.

Guðrún Brá lauk keppni T-29 á samtals sléttu pari, 216 höggum (74 72 70).

Berglind varð T-45 á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (74 71 77).

Sigurvegari í mótinu varð hin skoska Laura Murray, en hún lék á 14 undir pari, 202 höggum (64 68 70).

Sjá má lokastöðuna á Rügenwalder Mühle Ladies Open 2019 með því að SMELLA HÉR: