Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2019 | 10:30

LET Access: Guðrún Brá á 3. hring – FYLGIST M/HÉR:

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, komst í gegnum niðurskurð á móti vikunnar á LET Access mótaröðinni; Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad International Ladies Open 2019, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni.

Guðrún Brá er búin að spila á samtals 3 yfir pari (74 69) og er T-25 eftir 2. keppnisdag mótsins.

Guðrún Brá er að spila 3. hring á mótinu og er á 1 yfir pari, þegar hún á eftir 5 holur af 1. hring.

Forystukona 2. hrings var enski kylfingurinn Rachael Goddall, en hún kom í hús í gær á lægsta skori í sögu LET Access, 61 höggi og er samtals búin að spila á 9 undir pari (70 61).

Fylgist með Guðrúnu Brá á skortöflu með því að SMELLA HÉR: 

Mótaröðin, LET Access, er næst sterkasta mótaröð Evrópu hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki.