Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2018 | 08:00

LET Access: Guðrún Brá lauk keppni T-38 í Svíþjóð

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, varð T-38 í Anna Nordqvist Västerås Open, sem var mót vikunnar á LET Access.

Mótið fór fram í Västerås Golf Club, Bjärby, Svíþjóð dagana 8.-11. ágúst og lauk í gær.

Guðrún Brá lék á samtals 10 yfir pari, 226 höggum (75 73 78) og varð T-38.

Berglind Björnsdóttir, GR tók einnig þátt í mótinu en hún komst ekki í gegnum niðurskurð.

Sigurvegari mótsins varð Emie Peronnin frá Frakklandi en hún lék á samtals 5 undir pari, 211 höggum (72 69 70).

Til þess að sjá lokastöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: