Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2023 | 15:31

LET Access: Guðrún Brá lauk keppni T-33 í Girona

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir tóku þátt í Santander Tour – Girona mótinu, sem er hluti af LET Access mótaröðinni.

Spilaðir voru að venju 3 hringir og skorið niður eftir 2 – Því miður komst Ragnhildur ekki í gegnum niðurskurð og munaði aðeins 1 höggi.

Guðrún Brá hins vegar var T-28 eftir 2. dag, komst því í gegnum niðurskurð og lauk í dag keppni.

Guðrún Brá varð T-33, lék á samtals 227 höggum (71 78 78).

Það var hin franska Lucie Andre sem sigraði í mótinu, eftir 5 stúlkna bráðabana, en allar léku þær á 1 yfir pari.

Sjá má lokastöðuna í Santander Tour – Girona mótinu með því að SMELLA HÉR: