Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2019 | 20:00

LET Access: Guðrún Brá lauk keppni í Sviss

Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tóku þátt í móti vikunnar á LET Access, VP Bank Ladies Open 2019.

Mótið fór fram í Gams-Werdenberg golfklúbbnum í Gams, Sviss, 3.-5. maí 2019 og lauk í dag.

Berglind komst ekki í gegnum niðurskurð, en það gerði hins vegar Guðrún Brá.

Guðrún Brá lék á samtals 11 yfir pari, 228 höggum (74 69 84). Slakur lokahringur varð til þess að Guðrún Brá féll úr 7. sætinu sem hún var í fyrir lokahring höggleiksins niður í 28. sæti. Samt vel af sér vikið miðað við aðstæður! Lokadaginn var síðan spiluð holukeppni, en þar tapaði Guðrún Brá með minnsta mun fyrir heimakonunni Anais Magetti 1&0.

Það var 17 ára áhugamaður og heimakona sem sigraði í mótinu, Elena Moosmann. Sigurskorið var 24 undir pari (67 71 54) og síðan sigraði hún leiki sína í holukeppninni fyrsti Emmu Nilson AS og síðan Hayley Davis með minnsta mun 1&0.

Sjá má lokastöðuna úr höggleikskeppni VP Bank Ladies Open með því að SMELLA HÉR: