Guðrún Brá og Berglind
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2018 | 18:00

LET Access: Guðrún Brá á 75 og Berglind á 76 e. 1. dag í Sviss

Berglind Björnsdóttir GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK, taka þátt í Lavaux Ladies Championship 2018, sem fram fer í Sviss og er hluti af LET Access mótaröðinni.

Guðrún Brá lék 1. hring á 3 yfir pari, 75 höggum, en Berglind á 4 yfir pari, 76 höggum.

Báðar verða að gefa aðeins í ætli þær sér í gegnum niðurskurð, en eins og er er niðurskurðarlínan 2 yfir pari eða betra, þ.e. þær sem eru á því skori fá að spila lokahringinn.

Efst eftir 1. dag er Emie Peronnin frá Frakklandi en hún kom í hús í dag á 5 undir pari, glæsilegum 67 höggum!!!

Til þess að sjá stöðuna á Lavaux Ladies Championship 2018 SMELLIÐ HÉR: