Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2015 | 07:20

LET Access: Fylgist með Valdísi Þóru í Lugo!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL er í þessum skrifuðu orðum að hefja leik á Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad International Ladies Open, sem er mót á LET Access mótaröðinni.

Mótið fer fram í Lugo á Spáni og sagði Valdís Þóra á facebook síðu sinni að staðurinn væri fjarri allri menningu og völlurinn stórfurðulegur!

Valdís Þóra átti rástíma kl. 9:20 að staðartíma (þ.e. kl. 7:20 að íslenskum tíma) og var því að fara út nú.

Það er vonandi að henni gangi sem allra best!!!

Hér má fylgjast með stöðunni í Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad International Ladies Open SMELLIÐ HÉR: