Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2015 | 08:30

LET Access: Fylgist með Ólafíu Þórunni og Valdísi Þóru í Svíþjóð!!!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL eru við keppni á móti vikunnar á LET Access í Svíþjóð.

Mótið er jafnframt hluti af Nordea túrnum.

Mótið heitir Borås Ladies Open og fer fram í  Borås golfklúbbnum í Svíþjóð.  Það stendur dagana 3.-5. júlí 2015.

Ólafía er þegar farin út en Valdís Þóra á rástíma kl. 12:30 þ.e. kl. 10:30 að okkar tíma hér heima á Íslandi.

Fylgjast má með stöðunni hjá þeim Ólafíu og Valdísi með því að SMELLA HÉR: