Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2016 | 08:30

LET Access 2016: Fylgist með Ólafíu og Valdísi hér!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL hefja leik í dag á LETAS Trophy mótinu.

Mótið fer fram í Royal Waterloo golfklúbbnum, í Lasne, Belgíu, 14. – 16. júlí 2016.

Valdís Þóra var með fyrstu konum út í morgun (átti rástíma kl. 8:55 að staðartíma þ.e. 6:55 að okkar tíma hér heima) en Ólafía Þórunn fer ekki út fyrr en eftir hádegin kl. 13:47 að staðartíma (þ.e. um hádegisleytið hjá okkur kl. 11:47).

Vonandi að þeim stöllum gangi sem allra best!!!

Fylgjast má með gengi þeirra Ólafíu og Valdísar á skortöflu með því að SMELLA HÉR: