Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2015 | 07:00

LET Access: Fylgist með Ólafíu og Valdísi hér!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefja leik í dag á Larvik Ladies Open, en mótið er af LET Access mótaröðinni.

Mótið fer fram Larvik golfklúbbnum í Larvík, Noregi 11.-13. ágúst 2015.

Valdís Þóra á rástíma kl. 9:00 að staðartíma (þ.e. kl. 7:00 að okkar tíma hér heima á Íslandi); Ólafía Þórunn á rástíma kl. 12:50 að staðartíma (þ.e. kl. 10:50 að íslenskum tíma).

Fylgjast má með stöðunni á Larvik Ladies Open með því að SMELLA HÉR: