Berglind Björnsdóttir, GR and UNCG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2019 | 20:00

LET Access: Berglind T-63 e. 1. dag í Valencia

Berglind Björnsdóttir, GR er meðal keppenda á Santander Golf Tour LETAS Valencia mótinu.

Mótið fer fram í Club de Golf Escorpion, í Valencia, á Spáni.

Berglind lék 1. hringinn á 4 yfir pari, 76 höggum.

Hún fékk 3 fugla, 3 skolla og því miður líka 2 tvöfalda skolla.

Sem stendur er Berglind T-63 og 2 höggum frá því að komast gegnum niðurskurð, eins og niðurskurðarlínan lítur út nú.

Í efsta sæti eftir 1. dag er enski kylfingurinn Charlotte Leathem, en hún lék á 5 undir pari 67 höggum.

Við á Golf 1 sendum Berglindi baráttukveðju og vonum að allt gangi sem best á morgun!!!

Til þess að sjá stöðuna á Santander Golf Tour LETAS Valencia SMELLIÐ HÉR: