LET Access: Berglind og Valdís komust ekki g. niðurskurð á lokamótinu
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni og Berglind Björnsdóttir úr GR tóku þátt í lokamóti LET Access atvinnumótaraðarinnar; Santander Golf Tour, Circuito Profesional Femenino.
Valdís Þóra varð T-49 með hringi upp á samtasls 4 yfir pari, 148 högg (69 75) en Berglind varð T-73 með hringi upp á samtals 11 yfir pari, 155 högg (79 76).
Niðurskurður var miðaður við samtals 1 undir pari, 143 högg eða betra.
Sjá má lokastöðuna í Santander mótinu með því að SMELLA HÉR:
Valdís Þóra var fyrir mótið í 38. sæti á stigalista mótaraðarinnar, en hún er á sínu þriðja tímabili á þessari atvinnumótaröð sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Berglind Björnsdóttir fékk boð um að taka þátt en hún er Íslandsmeistari í holukeppni 2016 á Eimskipsmótaröðinni og var í landsliði Íslands á EM og HM á þessu ári.
Valdís Þóra hefur leikið á 11 mótum á þessu tímabili á LET Access mótaröðinni. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á fimm mótum og besti árangur hennar er 3ja sætið.
Það eru allar líkur á því að Valdís Þóra þurfi að leika á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina í Marokkó í desember á þessu ári. Tuttugu stigahæstu kylfingarnir á LET stigalistanum fara beint inn á lokaúrtökumótið.
Texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
