Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2019 | 07:00

LET Access: Berglind og Guðrún Brá í góðum málum e. 1. dag

Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK taka þátt í móti vikunnar á LET Access, sem er Road To La Largue Final 2019 og er þetta lokamótið á mótaröðinni.

Mótið fer fram dagana 4.-6. október 2019 í Golf Club de LaLargue í Mooslargue, Frakklandi.

Guðrún Brá lék á 3 yfir pari, 75 höggum en Berglind á 4 yfir pari, 76 höggum.

Guðrún Brá er T-19 eftir 1. dag en Berglind T-28, sem er ágætis byrjun.

Sex stúlkur deila forystunni á 1 undir pari, 71 höggi, þ.á.m. Eunjung Ji frá S-Kóreu.

Sjá má stöðuna á Road to La Largue Final 2019 með því að SMELLA HÉR: