Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2017 | 14:30

LET Access: Berglind Björns komst ekki gegnum niðurskurð

Berglind Björnsdóttir, GR, tók þátt í fyrsta LET Access móti sínu: Azores Ladies Open 2017.

Þátttakendur í mótinu voru 66 og komust 34 í gegnum niðurskurð, sem miðaður var við 5 yfir pari eða betra.

Berglind lék fyrstu tvo hringina á samtals 10 yfir pari, 154 höggum (74 80) og munaði því 5 höggum að hún kæmist í gegn.

Hún var í ágætis stöðu eftir 1. hring upp á 2 yfir pari, 74 högg, en hefði þurft að fylgja því betur eftir.

Sjá má stöðuna á Azores Ladies Open með því að SMELLA HÉR: