Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2016 | 12:00

Lengsta pútt í heimi

Þeir Mark Crossfield PGA golfkennari, Rory og Matthew hjá YourGolfTravel voru staddir í Vale, í Wales í fyrrasumar.

Þar fóru þeir í smákeppni á risastórri flöt, sem ómögulegt virðist að tvípútta hvað þá einpútta á, nema fyrir einskæra heppni eða með því að gjörþekkja flötina.

Að einpútta er næstum eins og að fara holu í höggi á þessari flöt! Flötin er u.þ.b. 70 m frá flatarkanti að pinna.

Taka skal fram að þetta er ekki opinberlega lengsta flöt í heimi né lengstu púttin en þau eru býsna löng og lýsa vel þeim ólíku aðstæðum, sem kylfingar standa oft frammi fyrir …. og gera golfíþróttina svo óendanlega skemmtilega.

Hér má sjá myndskeiðið af „lengsta pútti í heimi“ SMELLIÐ HÉR: