Sveinn Snorrason, GK. Photo: Golf 1 LEK: Mótaskrá 2016
Mótaskrá Landssamtaka eldri kylfinga, LEK, er þétt og fjölbreytt að vanda. Samtökin voru stofnuð árið 1985 og er LEK því að hefja sitt 32. starfsár. Starfsemi LEK hefur farið vaxandi með árunum og sömuleiðis þátttaka í mótum á vegum þess. Ævintýraleg fjölgun hefur orðið á eldri kylfingum frá stofnun LEK árið 1985. Stofnárið munu hafa verið um 200 eldri kylfingar í öllum golfklúbbum landsins og er þá átt við karla 55 ára og eldri og konur 50 ára og eldri, en í dag er talan á sjöunda þúsund.
Öldungamótaröðin var á laggirnar sumarið 2014, þar sem hinn „almenni” kylfingur var settur í forgang. Á þessari mótaröð geta allir tekið þátt – og er keppnisfyrirkomulagið höggleikur og stigaútreikningurinn er með sama sniði og á Eimskipsmótaröðinni.
Íslandsmótið fer fram á Garðavelli á Akranesi 15. – 17. júlí en alls verða mótin á Öldungamótaröðinni níu að tölu á þessu ári.

- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
