Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2019 | 17:00

LEK: Íslandsmót 50+ og 65+ hófst í Eyjum í dag

Íslandsmót kylfinga 50+ hófst í dag og fer fram dagana 18.-20 júlí í Vestmannaeyjum.

Alls eru 128 keppendur skráðir til leiks, 42 konur og 86 karlar.

Keppendur koma frá 18 golfklúbbum víðsvegar af landinu.

Flestir eru úr Golfklúbbi Reykjavíkur eða 29 keppendur, þar á eftir kemur GK með 28.

Heimamenn úr Golfklúbbi Vestmannaeyja eru fjölmennir með 19 keppendur.

Sjá má skor keppenda gegnum þennan tengil inn á golf.is SMELLIÐ HÉR: