Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2014 | 20:00

LEK: A-sveitin í 6. sæti og B-sveitin í 4. sæti e. 2. dag á EM – Ragnar á glæsilegum 68. höggum!!!

LEK-karlasveitirnar standa sig vel í Portúgal.

A-sveitin leikur á Pestana Vale da Pinta og B-sveitin leikur á golfvelli Pestana Gramacho.

Eftir 2. dag er  íslenska A sveitin í 6. sæti  á samtals 629 höggum (305 324), en sveitin lék mun lakar á 2. degi. (Sjá stöðuna í liðakeppninni eftir 2. dag með því að SMELLA HÉR:)

Sveitir Ítalíu (samtals 594 högg) og Spánar (samtals 606 högg) leiða.

Skor Íslendinganna í A-sveitinni á 2. keppnisdegi voru sem hér segir: (Sjá stöðuna eftir 1. dag einstaklingskeppninnar með því að SMELLA HÉR:)
Jón Haukur Guðlaugsson- 81 högg (í 13. sæti) – Samtals á 153 höggum (72 81)

Sæmundur Pálsson –  högg (28. sæti) – Samtals á 157 höggum (77 80)

Skarphéðinn Skarphéðinsson- 82 högg (37. sæti) – Samtals á 159 höggum (77 82)

Óskar Pálsson – 81 högg (42. sæti) – Samtals á 160 höggum (79 81)

Óskar Sæmundsson – 82 högg (63. sæti)  – Samtals á 164 höggum (82 82)

Snorri Hjaltason – 84 högg (67. sæti) – Samtals á 165 höggum (81 84)

B-sveit Íslands í Portúgal. Mynd: Eggert Eggertsson

B-sveit Íslands í Portúgal. Mynd: Eggert Eggertsson

B sveitin er í 4.sæti á samtals 596 höggum (301 295) nettó á í liðakeppninni eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR:)

Portúgalir leiða með 579  höggum, Spánn er í 2. sæti  með 283 högg, en aðeins munar 2 höggum á  Slóvakía sem er í 3. sæti  er með samtals 594 högg og Íslendingunum og verður spennandi að fylgjast með hvort íslensku „strákunum“ takist að ná verðlaunasæti!

Skor Íslendinganna voru sem hér segir: (Sjá stöðuna eftir 2. dag einstaklingskeppninnar með því að SMELLA HÉR:)

Ragnar Gíslason- 68 högg, (9. sæti)  Samtals 145 högg (77 68)

Sigurður Aðalsteinsson- 76 högg (19. sæti)  Samtals 149 högg (73 76)

Tómas Jónsson- 80 högg,  (29. sæti)  Samtals 151 högg (71 80)

Jóhann Peter Andersen (fyrirliði)- 74 högg (91. sæti) Samtals 161 högg (87 74)

Þórhallur Sigurðsson (Laddi)  – 81 högg (91. sæti) Samtals 161 högg (80 81)

Hafþór Kristjánsson – 77 högg (113. sæti) Samtals 167 högg (90 77)

Fjögur bestu skorin telja eins og alltaf í liðakeppnum.