Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2014 | 21:00

Leikir felldir niður á Íslandsmóti eldri kylfinga og Íslandsmóti unglinga

Mótsstjórn Íslandsmóts eldri kylfinga, sem fram fer á Korpúlfsstaðarvelli, tók þá ákvörðun í dag, að fella niður annan hring mótsins, þar sem völlurinn var orðinn óleikhæfur.

Ræst verður út í fyrramálið samkvæmt rásröðun flokka sem sjá má í upplýsingum um mótið.

————-

Mótsstjórn Íslandsmóts unglinga sem fram fer á Strandavelli, Hellu tók einnig ákvörðun um að fella út hring, þ.e. 1. hring mótsins, en leik var hætt fyrr í dag vegna veðurs.

Átján kylfingar í flokki 15-16 ára flokki drengja höfðu lokið leik þegar mótinu var frestað fyrr í dag.

Mótsstjórnin tók síðan ákvörðun um að ekki yrði reynt að hefja leik að nýju í dag og að fella daginn út og verða því einungis leiknar 36 holur í mótinu.