Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2012 | 12:35

Leik frestað á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar í Leirunni

Í morgun hófst á Hólmsvelli í Leiru fyrsta mót á Eimskipsmótaröðinni.

Fyrir rúmum hálftíma síðan (kl. 12:00) var ákveðið að fresta leik í tvo tíma enda komið hávaðarok.

Skor keppenda hefir verið mjög hátt það sem af er.

Mótsstjórn mun funda um framhaldið kl. 14 í dag og gefur þá út nýja tilkynningu.