Leiðbeiningar um bættan leikhraða
Golfsamband Íslands gaf nýverið út bæklinginn Leiðbeiningar að bættum leikhraða. Um er að ræða samstarfsverkefni með Heiðrúnu Hörpu Gestsdóttur, Vita-Golf og Iclandair Golfers.
Bæklingurinn ætti að vera aðgengilegur hjá öllum golfklúbbum.
Í bæklingnum er farið yfir hvernig halda skal sem bestum leikhraða í almennum golfleik og gefnar ýmsar leiðbeiningar varðandi það hvernig flýta má leik. Leiðbeiningarnar taka mið af höggleik og punktakeppni.
Töluvert hefur verið rætt um að bæta þurfi leikhraða bæði hérlendis og erlendis. Byrjendur og þeir sem eru lengra komnir ættu að geta nýtt sér ýmsa punkta í bæklingnum
Með bættum leikhraða eykst ánægjan bæði hjá kylfingum og rekstraaðilum golfvallanna. Því er það öllum í hag að hafa ýmis atriði um bættan leikhraða í huga. Fleiri gætu hugsað sér að byrja í golfi ef leikhraði er betri og stöðugri.
Heimild: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
