John Daly er litskrúðugur kylfingur.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2015 | 13:45

Leið yfir John Daly á 18. teig

John Daly féll í yfirlið á 18. teig meðan hann var að golfleik  í Deerfield golfklúbbnum síðdegis í gær, laugardaginn 30. ágúst 2015.

Hann var fluttur með hraði í Baptist Medical Center í Jackson, Mississippi, þar sem hlúð var að honum og hann gekkst síðan undir bráðabirgðarannsókn.

Golfkennarinn í Deerfield, Leigh Brennan sagði ónefndum fjölmiðli að Daly hefði átt í erfiðleikum með að þola hitann en það voru 90° Fahrenheit (u.þ.b. 32,3° hiti) og í enn meiri erfiðleikum að ná andanum.

Eins og oft hefir komið fram á Golf 1 er Daly einn af litríkari kylfingum á PGA.

Í síðasta móti sem hann lék í á PGA Tour, þ.e. PGA Championship, 13.-16. ágúst s.l. náði hann ekki niðurskurði á Whistling Straits golfvellium í Kohler, Wisconsin.