Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2011 | 18:30

Lee Westwood vill risamót í Asíu

Nr. 2 á heimslistanum, Lee Westwood , telur að það ætti að búa til nýtt risamót í karlagolfinu í Asíu eða á Kyrrahafssvæðinu. Lee, 38 ára, stakk upp á þessu, þó honum finnist mikið um sögu núverandi 4 risamótanna.

„Mér líkar við hefðina í kringum risamótin. Ég hugsa að í karlagolfinu sé nokkuð verið að gera réttu hlutina, þó mér myndi líka að sjá annað mót einhvers staðar í heiminum. Einhvers staðar á borð við Asíu eða Ástralíu,“ sagði Westwood, sem mun spila í World Golf Championships-HSBC Champions — sem er eina heimsklassa mót Asíu — en mótið verður haldið í Shaghaí í nóvember.

HSBC Champions mótinu var bætt við World Golf Championships dagskránna 2009, en það markaði fyrsta skipti sem golfmót á heimsmeistarmótaröðinni hafði farið fram utan Bandaríkjanna, allt frá árinu 2006.  Líkt og margir kylfingar frá Evrópu studdi Lee flutningana og trúir því að risamótin eigi að skipa stærri sess í vaxandi alþjóðavæðingu golfíþróttarinnar.