Lee Westwood vill einbeita sér að golfi e. skilnað
Lee Westwood hefir áunnið sér orðspor sem einn af stöðugustu kylfingum á heimvísu eftir 23 ára farsælan golfferil.
Hann náði hins vegar þrívegis ekki niðurskurði 2015 og var aðeins einu sinni meðal topp-10 á PGA Tour, þannig að árið í fyrra er eitt sem hann vill gleyma sem fyrst.
Westy eins og hann er oft kallaður rann niður heimslistann (er nú í 52. sætinu) og þarf að hafa áhyggjur í fyrsta skipti í kvart af öld hvort hann hljóti þátttökurétt á the Masters risamótið og Opna breska. Hann hefir einfaldlega ekki verið að spila vel.
Líka núna í Dubai Desert Classic en þar átti Westy 1. hring upp á 75 högg (sem er einfaldlega júmbóskor þegar spilað er með þeim allra bestu í dag, sem allir undantekningalaust skila skorum undir 70 ef ekki 65.
Westy er engu að síðan ákveðinn að allt verði öðruvísi 2016. Árið á undan var honum erfitt vegna skilnaðarins við konu sína Laurae og flutningsins aftur heim til Englands, en þau tvö voru búin að koma sér kósýlega fyrir í Flórída.
„Ég gekk í gegnum skilnað of fannst næstum ómögulegt að einbeita mér að golfi, þannig að ég skil hvað gerðist varðandi árangur minn á síðasta ári,“ sagði Westy í viðtali við ESPN, fyrr í þessari viku.
„Hvernig ég spilaði skipti mig engu en nú bý ég aftur í Englandi og aðalatriðið er að sjá börnin mín og svo raða ég mótunum upp í kringum það.„
„Ég vil bara aftur fá stöðugleikann í leik minn og fara að njóta hans aftur og vera fær um að einbeita mér að því sem ég er að gera.„
„Ég hef ekki spilað mikið í vetur þannig að mér finnst ég úthvíldur,“ sagði hann áður en hann tíaði upp í Dubaí. Kannski ekki gott að vera of hvíldur.
„Ég naut þess að spila í Eurasia Cup vegna þess að það var holu- en ekki höggleikskeppni og því ekki of mikil pressa í upphafi árs. Í Abu Dhabi vikuna á eftir fannst mér ég enn svolítið ryðgaður, en nú hlakka ég til að byrja fyrir alvöru.“
Westy er 42 ára og á sama aldri og vinur hans til margra ára, Darren Clarke, var á þegar sá vann Opna breska 2011 og honum finnst hann vera í formi, sterkur og tilbúinn að mæta áskorunum mun yngri kylfinga.
„Ég lít ekki á aldur sem ákvörðunarþátt á þessum dögum,“ sagði Westy eftir að hafa verið í enn eitt skiptið í ræktinni. „Maður getur spilað lengur og spilað á mjög háu stigi ef maður heldur sér í formi. Það er ekki það sama og í fótboltanum þar sem fæturnir fara og með því hraðinn. Það er mun erfiðara í fótbolta að halda sér á efsta stiginu.“
„Í okkar íþrótt (golfinu) þá er hægt að spila golf svo lengi sem maður heldur sér í formi eins lengi og maður vill.„
„Ég hef ekkert tapað hungrinu eða samkeppnisandnaum. Ég vil ekki vera með slæm hné, mjaðmir eða liðamótaverki eftir nokkur ár. Það er góða ástæða fyrir að vera í rækinni og æfa núna en ég held að þetta sé meira í huganum en golfið.„
„Ef þér finnst þú vera í formi og nógu góður til að keppa við yngri kylfinganna, þá getur þú það.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
