Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2011 | 22:00

Lee Westwood spilar á PGA mótaröðinni 2012

Lee Westwood hefir ákveðið að spila á PGA mótaröðinni bandarísku árið 2012.

Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2008 sem Westwood spilar á PGA Tour. Við þetta skuldbindur hann sig til að keppa í 15 mótum, þ.á.m. risamótunum 4 og heimsmeistaramótunum.

Lee Westwood segir að hann muni snúa aftur á The Players Championship, sem hann sleppti í ár vegna fullbókaðrar dagskrár sinnar. Hann sagði líka að sér hefði þótt spennandi að horfa á FedEx Cup í sjónvarpinu og sig langaði til að taka þátt.

Westwood hóf árið í 1. sæti á heimslistanum en hefir frá þeim tíma sigið niður í 3. sætið. Hann ætlar að hefja bandaríska dagskrá sína á Meistaramótinu í holukeppni í Arizona (ens.: Match Play Championship), en stig þaðan telja bæði á PGA og á Evrópumótaröðinni.

Heimild: Golf Digest