Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2011 | 16:00

Lee Westwood sigraði á Nedbank Golf Challenge

Það tókst engum að ná upp 7 högga forystu Lee Westwood á Nedbank Golf Challenge í dag. Lee sigraði örugglega á samtals -15 undir pari, samtals 273 höggum (68 70 62 73) og munaði þar mestu um glæsihring hans á 3. degi upp á 62 högg – segja má að sá hringur hafi tryggt honum sigurinn.

Í 2. sæti var Svíin Robert Karlson, en hann spilaði feykivel í dag og saxaði jafnt og þétt á forskot Lee og að lokum var aðeins 2 högga munur á þeim. Karlson er búinn að spila frábært golf alla dagana. Robert Karlson spilaði á samtals -13 undir pari, 275 höggum (69 69 69 68).

Í 3. sæti urðu Graeme McDowell og Jason Dufner á -11 undir pari hvor.

Til þess að sjá úrslitin á Nedbank Golf Challenge smellið HÉR: