Lee Westwood
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2015 | 18:45

Lee Westwood nr. 50 á heimslistanum – Rétt kemst inn á Masters

Skv. síðasta heimslista ársins, sem enn á eftir að birta eru 15 leikmenn sem komast á Masters risamótið á grundvelli listans, en þ.á.m. er Lee Westwood, sem rétt sleppur inn; en hann verður í 50. sætinu!

Westwood var T-2 í Thailand Golf Championship og var búinn að sópast af topp-50 en starfsmenn heimslistans segja að hann muni verða í 50. sæti á lokalista ársins.

Þar með sparkar hann út Chris Kirk en hann hefir þegar áunnið sér rétt til að spila í mótinu vegna sigurs síns á Colonial.

Þeir sem boðið er í Masters mótið komast þar inn á grundvelli ýmissa skilyrða m.a. þess að hafa veirð í topp-50 á heimslistanum.

Það eru tveir  hugsanlegir nýliðar á Masters, Andy Sullivan frá Englandi og Kiradech Aphibarnrat, frá Thaílandi.

Eini bandaríski kylfingurinn af topp-50 heimslistans til þess að komast eftir þessari leið inn á Masters er Billy Horschel.