Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2015 | 12:08

Lee Westwood hótar að kýla þann næsta sem kallar sig „Hoff“ – eftir að Westy bjargaði manni frá drukknun

Lee Westwood bjargaði viðskiptajöfrinum og milljónamæringnum Colin Davies frá drukknum í karíbíska hafinu, við eynna Barbados þar sem þeir báðir voru í fríi.  Davies þjáist af Parkinsons.

Fólk fór að kalla hann „The Hoff“ eftir að hann bjargaði Davies frá drukknun, með vísan til bandaríska Strandvarðar/Baywatch-leikarans David Hasselhoff.

Hinn 41 árs Lee hefir upplýst að sér hafi fyrst fundist brandararnir þar sem hann er borinn saman við „Strandvarðar leikarann David Hassellhoff“ (nefndur „the Hoff“ í Englandi)  fyndnir.

Nú hins vegar séu brandararnir farnir að pirra hann og hann hótaði jafnvel að kýla þann næsta sem bæri sig saman við leikarann.

„Þetta var fyndið fyrst,“ sagði Lee í viðtali við The Sun. „Stákarnir héldu áfram að kalla mig „The Hoff“ á æfingasvæðinu og í klúbbhúsinu. En ég sver að sá næsti sem kallar mig þetta fær einn á´ann.“