
Lee Westwood heldur naumri forystu í Thaílandi eftir 3. dag – Charl Schwartzel spilaði frábært golf – er í 2. sæti
Maður dagsins á Thaíland Golf Championship er sigurvegari Masters í ár, Suður-Afríkumaðurinn Charl Schwartzel. Leikur hans í dag var hreint augnkonfekt. Hann var skilaði sér í hús á -6 undir pari í dag þ.e. 66 höggum, fékk 4 fugla á fyrri 9 og 3 á seinni og síðan einn ólukkans skolla á 18. holu. Samtals er Charl búinn að spila á 201 höggi (69 66 66).
Eftir frábært gengi fyrstu 2 dagana var leikur Lee Westwood langt því frá að vera einhver sýning. Svo virtist að hann ætlaði bara að halda sínu, spila öruggt og það leiddi til lummulega skorsins í dag +1 yfir pari, 73 vonbrigðahögga. Samtals er Lee búin að spila á 197 höggum (60 64 73), -19 undir pari og skorið í dag í hrópandi ósamræmi við skor fyrri daga. Munurinn mikli milli Lee og Charl Schwartzel hefir fuðrað upp og nú eru aðeins 4 högg sem skilja kappana að. Það væri hreint slys ef Lee Westwood léti stela sigrinum úr höndunum á sér á síðustu metrunum.
Bandaríkjamaðurinn Michael Thompson er í 3. sæti á -12 undir pari, samtas 204 höggum (69 66 69).
John Daly er bara í góðum málum deilir 11. sætinu með Thaílendingnum Kwanchai Tannin, en báðir hafa lokið leik á samtals -6 undir pari, samtals 210 höggum John Daly (65 73 72) og Kwanchai Tannin (69 71 70). Daly Asíu, Kiradech Aphibarnrat, einn einlægasti aðdáandi John Daly, er í einu af neðstu sætunum, búinn að spila á samtals +6 yfir pari, 222 höggum (72 75 75).
Til þess að sjá stöðuna á Thailand Golf Championship eftir 3. dag smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024