Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2014 | 12:00

Lee Trevino telur að Tiger muni sigra aftur

Sexfaldi risamótssigurvegarinn Lee Trevino er meðal þeirra sem telja að Tiger Woods muni takast að komast á sigurbraut aftur.

Hann eigi eftir að sigra í mörgum mótum!

 Trevino, hélt ræðu í  Western Golf Association’s Green Coat Gala föstudagskvöldið 7. nóvember þar sem hann hélt framangreindu fram.

„Ég held að framtíð hans sé björt ef hann gerir þetta á eiginn forsendum,“ sagði Trevino, „ vegna þess að nú er hann með gott hné aftur og búinn að gangast undir bakuppskurði tvisvar.  Hann verður fyrst að aðlagast þessu. Hann verður að aðlagast því hvernig líkami hans hreyfir sig nú.  Hann getur ekki haft einhvern á hliðarlínunni sem segir við hann: „Nei, nei, ekki gera þetta svona.  Þessi náungi veit ekki hvernig Tiger líður þegar hann slær bolta. Læknirinn veit það ekki einu sinni. Þannig að Tiger verður að fara út í horn og æfa sjálfur.  Ég sting upp á að hann fái sér útvarp stilli það í botn á tónlist sem honum líkar  þegar fólk er í kringum hann. Þannig getur enginn spurt hann spurninga.“

„Hann kemur aðeins aftur ef hann fær sér ekki nýjan gúrú,“ hélt Trevino áfram. „Ef hann fær sér annan gúrú (þ.e. sveifluþjálfara í þessu tilviki) þá mun sá náungi breyta honum aftur og hann verður að sveifla eins og sá segir. Hann verður að gera þetta á eiginn spýtur núnar.“