Lawrie þykir ólíklegt að hann verði fyrirliði í Rydernum í framtíðinni
Svo sem líklega hefir ekki farið fram hjá neinum golfáhanganda þá var hinn 47 ára Pádraig Harrington útnefndur næsti fyrirliði evrópska Ryderbikars liðsins, sem spilar í Whistling Straits í Bandaríkjunum 2020.
Val hans bendir til að ýmsir sem eru eldri en hann kunni aldrei að fá tækifæri til þess að verða fyrirliðar; menn eins og Paul Lawrie sem varð 50 ára nú fyrr í mánuðnum.
Líklegt þykir að Lee Westwood verði fyrirliði evrópska liðsins 2022 og eftir það er ekki ólíklegt að menn eins og Luke Donald, Graeme McDowell og Ian Poulter vilji prófa að vera fyrirliðar.
Aðrir framtíðar fyrirliðar eru líklega Henrik Stenson og Sergio Garcia.
Lawrie er einn þeirra sem hafði auga á fyrirliðastarfinu en virðist hafa gefist upp á því núna.
„Allir sem hafa spilað í Ryder bikars keppninni vilja verða fyrirliðar og ég er ekkert frábrugðinn þeim,“ sagði Lawrie í viðtali við BBC í Skotlandi.
„En það er ólíklegt að ég fái tækifæri nú. Ég hef aðeins verið varafyrirliði einu sinni og ég tel – réttilega – að maður verði að vera varafyrirliði a.m.k. tvívegis til þess að skilja til fullnustu hvað felst í hlutverki (fyrirliða).“
„Það eru fyrrum 5 fyrirliðar sem velja næsta fyrirliða. Þannig ef Thomas Björn (fyrirliði 2018) og Paul McGinley (2014) sjá mig ekki sem varafyrirliða, þá er ólíklegt að þeir velji mig sem fyrirliða.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
