Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2014 | 17:30

Langer feðgar sigruðu á PNC feðgamótinu

Bernhard og Jason Langer sigruðu í PNC Feðga Áskoruninni s.l. sunnudag, 14. desember 2014, með lokahring upp á 13 undir 59 högg og áttu 2 högg á næstu feðga.  Langer feðgar voru m.a. með 6 fugla og örn á fyrstu sjö holunum. Þeir bættu við 5 öðrum fuglum á seinni 9, þeim síðasta á 18. holu.

Samtals voru Langer feðgar á 23 undir pari, 123 höggum, en mótið fór fram í The Ritz-Carlton Golf Club í Grande Lake, Orlando.

Sonur Bernhard Langer, Jason, stökk inn í mótið á síðustu stundu í stað systur sinnar, Christinu, sem dró sig úr mótinu vegna bakverkjar.  Hann er yngsti sonurinn til þess að sigra keppnina.

„Þetta var ótrúleg töfravika, bara eins og allt árið,“ sagði Bernhard Langer.  „Jason, ég hef verið að fylgast með honum spila golf í fjöldamörg ár núna og hann hefir spilað betur síðustu tvo daga en hann hefir nokkru sinna spilað á ævinni, undir þessari pressu.  Þetta er ótrúlegt….. Ég er svo stoltur af honum!“

„Bara að vera hénra, ég var að vonast eftir að vera kannski meðal topp-10, jafnvel topp-5 ef ég spilaði virkilega vel, en ekkert í líkingu við þetta,“ sagði Jason Langer. „Ég var ánægður með hvernig ég lék. Ég náði  nokkrum púttum í dag og eins og ég bjóst við spilaði hann (pabbi) vrikilega vel.  Í gær (laugardeginum) brenndum við af mörgum tækifærum.  Við misstum nokkur stutt (pútt) sem við vildum helst fá að endurtaka. Í dag (sunnudaginn) var (leikurinn) virkilega góður….“

Bernhard Langer hlaut $200,000 í verðlaunafé

Davis Love III  og sonur hans Dru voru líka á 59 höggum lokahringinn og urðu í 2. sæti.

Curtis og Tom Strange voru jafnir Vijay og Qass Singh í 3. sæti; bæði feðgapörin á samtals 20 undir, hvort.

Jack Nicklaus og sonur hans Jack II urðu í 15. sæti.