Landsbyggðin sigraði í KPMG bikarnum
Það kom engum á óvart að lið landsbyggðarinnar sigraði í KPMG bikarnum og fóru leikar svo að landsbyggðin hlaut 18,5 vinninga g. 5.5 vinningum úrvalsliðs höfuðborgarinnar.
Keppnin var heldur óspennandi og sá í hvað stefndi þegar eftir fyrri umferð en þá var staðan 11-1 landsbyggðinni í hag.
Hetjur höfuðborgarinnar í seinni umferð voru Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG, Björn Óskar Gunnarsson, GKJ, Kristinn Reyr Sigurðsson, GR sem hvert hlutu 1/2 vinning og Kristófer Orri Þórðarson, GKG, Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG, og Nökkvi Gunnarsson, NK, sem unnu sína leiki.
Alla aðra leiki vann lið landsbyggðarinnar, en 2 vinningar dugðu landsbyggðinni til sigurs.
Ljósið þ.e. endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk, sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra naut góðs af sérstökum áheitahluta keppninnar þar sem KPMG lagði 20.000,- íslenskar krónur ofan á hvert högg sem lenti á 16. flöt.
Ljóst er að 27 högg enduðu á 16. flöt, en Ljósinu voru afhentar kr. 540.000,-
Sjá má allar niðurstöður í KPMG bikarnum með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
