Landsbyggðin leiðir 11-1 í KPMG bikarnum eftir fyrri umferð
Landsbyggðin leiðir eftir 1. dag, enda flestir af bestu kylfingum höfuðborgarinnar við keppni í bandaríska háskólagolfinu, krakkar á borð við Sunnu Víðis, Íslandsmeistara í höggleik í kvennaflokki 2013, Berglindi Björns, Ólafíu Þórunni, Guðmund Ágúst, Andra Þór, Harald Franklín Magnús, Ragnar Má og þá eru aðeins nokkrir nefndir. Ónefndir er þá t.a.m menn á borð við. Birgi Leif, Íslandsmeistara í höggleik 2013, Ólaf Björn, Stefán Má, stigameistarann í piltaflokk 2013 Andra Snæ og Þórð Rafn.
Og þegar kettirnir sofa bregða mýsnar á leik!!!
Og jafnvel ef litið væri framhjá þessum stórkylfingum íslensks golfs, þá eru ýmsir af okkar alfremstu ungu kylfingum sem ekki eru í liðum höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar, þannig að undrast verður val fyrirliða.
T.a.m. hefir algerlega verið litið framhjá nýlegum meistara Unglingaeinvígisins í Mosó, Ingvari Andra Magnússyni, GR, sem þótt hann sé aðeins 12 ára lagði sér eldri og reyndari kylfinga í Unglingaeinvíginu og er að öðrum ólöstuðum okkar alefnilegasti ungi kylfingur. Það hefði verið gaman að sjá hann í úrvalsliði höfuðborgarinnar í KPMG-bikarnum.
Hvað varðar lið landsbyggðarinnar þá eru þar einfaldlega alverulega sterkari kylfingar í því liði, en í liði höfuðborgarinnar. Þannig eru 8 af 12 liðsmönnum landsbyggðarinnar úr Golfklúbbnum Keili þannig að það er ekki sökum að spyrja um úrslit. Öll spenna er úr keppninni, sem sést á niðurstöðu dagsins 11-1, þar sem bókstaflega er valtað yfir annars hæfileikaríka kylfinga höfuðborgarinnar, sem þar að auki eru sumir meiddir, sbr. Særósu Evu Óskarsdóttur, GKG.
Ljóst er að einungis 2 af 12 tvímenningsleikjum morgundagsins þurfa að vinnast til þess að sigur landsbyggðarinnar sé í höfn og fyrirfram næstum 99% líkur fyrir því að landsbyggðin fagni sigri! Aðeins kraftaverk dugar gegn sterku liði landsbyggðarinnar og þar er einungis liðinu, mestmegnis GK-ingum þ.e. sterkum keppendum, að þakka sigurinn. Má biðja um meiri spennu næst?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
