
Landsbankinn í Grindavík og GG undirrita samstarfssamning
Á heimasíðu Golfklúbbs Grindavíkur gaf að finna eftirfarandi frétt:
„Landsbankinn í Grindavík og Golfklúbbur Grindavíkur hafa undirritað nýjan samstarfssamning til þriggja ára. Markmið samningsins er að styðja við golfíþróttina í bæjarfélaginu með sérstakri áherslu á barna-og unglingastarf klúbbsins. Undirritunin fór fram fimmtudaginn 22. desember.
Samhliða undirritun samstarfssamnings Landsbankans og Golfklúbbs Grindavíkur færði Landsbankinn höfðinglegt fjárframlag í tilefni af 30 ára afmæli Golfklúbbs Grindavíkur í ár. Styrkurinn er sérstaklega hugsaður til uppbyggingar unglinga- og barnastarfs hjá klúbbnum. Landsbankinn hefur undanfarin ár verið einn helsti styrktar- og stuðningsaðili golfklúbbsins og stutt sérstaklega vel við bakið á uppbyggingarstarfi GG. Stjórn Golfklúbbs Grindavíkur færir þeim hugheilar þakkir fyrir ómetanlegt framlag sem án efa mun styrkja klúbbinn enn frekar í því að byggja upp kylfinga framtíðarinnar.“
- janúar. 28. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2023)
- janúar. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
- janúar. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
- janúar. 25. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
- janúar. 24. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 06:00 PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
- janúar. 23. 2023 | 05:15 Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
- janúar. 23. 2023 | 05:00 PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
- janúar. 22. 2023 | 22:40 Champions: Stricker sigraði í Hawaii
- janúar. 22. 2023 | 22:30 LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
- janúar. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
- janúar. 22. 2023 | 14:45 Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
- janúar. 21. 2023 | 23:59 LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn
- janúar. 21. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2023)