Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2014 | 07:30

Laila fór holu í höggi á La Finca!

Hellishóladrottningin, Laila Ingvarsdóttir, GÞH, fór holu í höggi á 13. holu La Finca golfvallarins á Spáni, í gær, 24. apríl 2014.

Svo vill til að eiginmaður Lailu, Víðir Jóhannsson sló draumahöggið á sömu holu fyrir ári síðan.

Golf 1 óskar Lailu til hamingju með ásinn!