Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2015 | 11:21

Lahiri: Er ekki enn búinn að ná þessu

Anirban Lahiri sagði m.a. eftir sigurinn á Maybank Malaysian Open að hann væri ekki enn búinn að ná því að hann hefði staðið uppi sem sigurvegari.

Þetta er fyrsti sigur Lahiri á Evrópumótaröðinni (hann er sá 3. til að vinna fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni þetta árið – hinir eru Gary Stal og Andy Sullivan) og sigurinn tryggir Lahiri kortið á Evróputúrnum til loka árs 2017!

Auk þess fær Lahiri það sem óvíst er að jafnvel Tiger takist, en það er þátttökuréttur á WGC Cadillac mótinu í Flórída.

Svo fer Lahiri líka úr 73. sæti heimslistans einhvers staðar á topp-40, sem þýðir að þátttökurétturinn á The Masters er tryggður.

Hér má sjá viðtal við Lahiri eftir sigurinn á Maybank Malaysian Open SMELLIÐ HÉR: