Kynningarmyndskeið á nýlegri golfkvikmynd: „Golf in the Kingdom“
Nú á árinu kom á markaðinn ný golfkvikmynd, „Golf in the Kingdom“, sem byggð er á samnefndri bók Michael Murphy. Sjá má útdrætti úr bókinni með því að smella HÉR: Bókin hefir verið þýdd á 19 tungumál og hefir selst í milljónum eintaka. Murphy fékk innblástur sinn til að skrifa bókina eftir veru í Sri Aurobindo Ashram, þar sem hann fékk áhuga á því sem líkt var milli íþróttamanna sem náðu framúrskarandi árangri og fólks sem sagðist hafa náð Zen stigi.
Clint Eastwood keypti upprunalega réttinn að kvikmyndinni en gerði aldrei neitt í því að koma handritinu á hvíta tjaldið. Árið 2009 hófu Mindy Affrime og Susan Streitfeld framleiðslu á sinni útgáfu á myndinni og var afraksturinn frumsýndur nú í sumar í New York, nánar tiltekið 29. júlí, við góðar undirtektir.
Með helstu hlutverk í kvikmyndinni „Golf in the Kingdom“ fara David O’Hara, Malcolm McDowell og Frances Fisher.
Myndin fjallar um bandaríska heimspekinemann Michael Murphy, sem á leið sinni til Indlands, stoppar í Skotlandi til þess að spila golf á „The Links of Burningbush.“ Hann ætlar sér að njóta síðasta hringsins, þar sem hann ætlar sér að hætta í golfi en er þá paraður með dularfulla atvinnukylfingnum Shivas Irons. Það hefst villt ævintýri á linksaranum og skynjun Murphy á golfi og lífinu í heild breytist varanlega. Umbreytingin leiðir til djúpstæðrar og órjúfanlegrar vináttu þeirra.
Hér má sjá trailer-inn, þ.e.a.s. kynningarmyndskeið kvikmyndarinnar: GOLF IN THE KINGDOM
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024