
Kynningarmyndskeið á nýlegri golfkvikmynd: „Golf in the Kingdom“
Nú á árinu kom á markaðinn ný golfkvikmynd, „Golf in the Kingdom“, sem byggð er á samnefndri bók Michael Murphy. Sjá má útdrætti úr bókinni með því að smella HÉR: Bókin hefir verið þýdd á 19 tungumál og hefir selst í milljónum eintaka. Murphy fékk innblástur sinn til að skrifa bókina eftir veru í Sri Aurobindo Ashram, þar sem hann fékk áhuga á því sem líkt var milli íþróttamanna sem náðu framúrskarandi árangri og fólks sem sagðist hafa náð Zen stigi.
Clint Eastwood keypti upprunalega réttinn að kvikmyndinni en gerði aldrei neitt í því að koma handritinu á hvíta tjaldið. Árið 2009 hófu Mindy Affrime og Susan Streitfeld framleiðslu á sinni útgáfu á myndinni og var afraksturinn frumsýndur nú í sumar í New York, nánar tiltekið 29. júlí, við góðar undirtektir.
Með helstu hlutverk í kvikmyndinni „Golf in the Kingdom“ fara David O’Hara, Malcolm McDowell og Frances Fisher.
Myndin fjallar um bandaríska heimspekinemann Michael Murphy, sem á leið sinni til Indlands, stoppar í Skotlandi til þess að spila golf á „The Links of Burningbush.“ Hann ætlar sér að njóta síðasta hringsins, þar sem hann ætlar sér að hætta í golfi en er þá paraður með dularfulla atvinnukylfingnum Shivas Irons. Það hefst villt ævintýri á linksaranum og skynjun Murphy á golfi og lífinu í heild breytist varanlega. Umbreytingin leiðir til djúpstæðrar og órjúfanlegrar vináttu þeirra.
Hér má sjá trailer-inn, þ.e.a.s. kynningarmyndskeið kvikmyndarinnar: GOLF IN THE KINGDOM
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ
- janúar. 19. 2021 | 19:00 GA: Veigar hlaut háttvísibikarinn 2020
- janúar. 19. 2021 | 18:00 Paige Spiranac segir Tiger ekkert skrímsli þrátt fyrir framhjáhald
- janúar. 19. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood – 19. janúar 2021
- janúar. 19. 2021 | 10:00 PGA: Jon Rahm dregur sig úr móti vikunnar
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?
- janúar. 18. 2021 | 01:30 PGA: Na sigraði á Sony Open
- janúar. 18. 2021 | 00:01 Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila
- janúar. 17. 2021 | 21:00 GA: Lárus Ingi kylfingur ársins 2020