Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2014 | 13:00

Kylfusveinn Bubba Watson komst ekki í gegnum úrtökumót fyrir Zurich Classic

Kylfusveinn Bubba Watson, Ted Scott, reyndi fyrir sér í úrtökumóti  nú í gær fyrir Zurich Classic, sem er mót vikunnar á PGA Tour, en var 4 höggum frá því að komast í gegn.   Zurich Classic er mót sem Bubba sigraði á 2011.

Scott lék á samtals 1 undir pari, 71 höggi í LaTour Golf Club; fékk 4 fugla og 3 skolla.

Scott tvítaði eftir að ljóst var að hann hefði ekki komist í gegn:

„Closest I’ve ever been to playing in a Pgatour event today. Monday Q for the @Zurich_Classic Lots of Tour players in the Q  „

Scott snýr sér nú aftur að aðalstarfi sínu og mun vera á pokanum hjá Bubba á The Players.