Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2016 | 21:00

Kylfuberi Rory fékk $1,4 milljónir!!!

S.s. allir vita væntanlega sem fylgjast með golfi vann Rory McIlroy Tour Championship og bónuspottinn eftirsótta þ.e. $10 milljónir og síðan líka verðlaunafé fyrir að sigra í mótinu og móti þar áður.

Kylfuberar stórstjarnanna í golfi hljóta 10% af verðlaunafé vinnuveitenda sinna, þannig að kaddý Rory, J.P. Fitzgerald hlaut $1,4 milljónir.

Rory sagði að kylfuberi sinn hefði sagt eftir útborgunina: „Tsunami hvirfilvindur feyktist í gegnum bankareikning minn, þannig … kærar þakkir.“

Til umræðu hefir verið meðal kylfinga hvort borga beri af bónuspottum.

Rory sagði aldrei neitt annað hafa komið til greina af sinni hálfu – hann greiði 10% bæði af verðlaunafé … og bónuspottum!

Rory sagði: „Hann (J.P. Fitzgerald – kylfuberi Rory) er stór hluti af því sem við gerum. Hann var með mér þegar ég var nr. 210 á heimslistanum og líka þegar ég var nr. 1.

Ég hugsa,“ sagði Rory loks „að hann hafi verið mjög ánægður!“