Kylfingur í Flórída klikkast út á golfvelli og ræðst á spilafélagana með pútterinn að vopni!
Það sem átti að vera afslappandi dagur við golfleik varð allt annað en það þegar kylfingur nokkur á golfvelli í Flórída réðist að 2 spilafélögum út á velli með pútterinn að vopni s.l. mánudag.
Skv. Palm Beach Post, horfir Michael Rich, 48 ára, frá Royal Palm Beach, nú í það að verja einhverjum tíma í fangelsi fyrir líkamsárás, eftir að hafa ráðist á tvo spilafélaga sína með pútter.

Pútterar geta verið hættuleg vopn!
Rich sló Roy Hall aftan á lærið með pútter sínum og sveiflaði síðan pútternum sem brotnaði við kröftugt höggið eins og sverði og sló næst Anthony Nazzaro, 72 ára, á úlnliðinn skv. lögregluskýrslu Palm Beach County Sheriff’s Office.
Nazzaro sagði að hann þekkti Rich ekki, hann hefði einfaldlega verið settur í holl með sér af kaddýmasternum vegna mikillar umferðar á golfvellinum Madison Green Golf Club, á þessum degi, en í Bandaríkjunum var frídagur s.l. mánudag þ.e. Labor Day.
Nazzaro sagði jafnframt að vandræðin hefðu hafist þegar Rich fór að spila illa á 7. holu; hann hafi snúið sér að sér og spurt á 7. flöt: „Af hverju merkirðu ekki boltann þinn?“ Nazzaro sagði að hann hefði svaraði að sér virtist ekki sem pútt Rich væri 400.000 dollara virði.
Nazzaro sagði að eftir þetta hefði Rich tapað sér, byrjað að æpa og stappa niður fótum og skemma flötina.
„Hann klikkaðist algerlega,“ sagði Nazzaro. „Hann hleypur til mín stappar niður fótum og æpir: „Ég er að stíga í púttlínuna þína!“ Ég (Nazaarro) sagði: „Hey, slappaðu af. Þú ert að skemma golfvöllinn.“
Mennirnir tveir reyndu að róa Rich, þegar Rich sveiflaði pútternum sínum skyndilega í Hall svo fast að púttershöfuðið fór af.
Nazzaro sagði að hann hafi reynt að hringja í pro shopið en Rich hafi slegið farsímann úr hendi sér þegar hann sló á úlnlið sér.
„Hann notaði síðan brotna pútterinn eins og sverð. hljóp um grínið og hrópaði „Ég sting þessu í augað á þér!“ rifjaði Nazzaro upp.
Nazzaro sagði að Rich hefði flýtt sér í burt þegar hann (Nazarro) hafi náð aftur til síma síns.
Lögreglumenn, sem komu á vettvang, skrifuðu hjá sér að þeir hefðu séð djúpt sár eftir endilögum úlnlið Nazarro og tóku skýrslur af vitnum á næstu brautum, sem staðfestu frásögn Nazarro.
Rich sagði hins vegar allt aðra sögu eins og oft er í svona tilvikum. Hann sagði að Hall hefði hlaupið að honum og ýtt við honum með golfkylfu. Hann sagðist hafa sveiflað pútter sínum í átt að spilafélögum sínum tveimur í vörn vegna þess að hann vildi að þeir létu sig í friði.
Nazzaro sagði að fulltrúarnir hefðu spurt hvort honum finndist að handtaka ætti Rich.
„Það síðasta sem ég vildi var að það þyrfti að handtaka einhvern,“ sagðist Nazarro hafa sagt fulltrúunum. „En það varð bara að fara eitthvert með þennan náunga, vegna þess að það var eitthvað stórkostlegt að honum.“
Fulltrúarnir komust að því (byggt á frásögnum vitna) að Rich hefði verið upphafsmaðurinn að árásum að spilafélögum sínum og handtóku hann.
Nazzaro sagði að Rich hefði neitað að taka í hönd sér í upphafi leiks.
„Vegna þess að þegar maður fer í golf, þá tekst maður í hendur og talast við,“ sagði Nazarro. „Hann (Rich) var bara ekki hluti af hópnum. Hann var einfarinn í hópnum.“
Nazarro sagðist hafa reynt að vera vingjarnlegur við Rich og t.a.m. hrósað honum fyrir nokkur högg hans, en Rich hefði bara ekki verið í skapi að vera sósíal.“
„Þetta var óheppilegt atvik “ sagði Mark Rodgers, yfirgolfkennari klúbbsins. „Þetta er golf. Maður skyldi ætla að fólk hefði aðeins betur stjórn á sér, en þessi náungi var bara alveg stjórnlaus.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
