Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2015 | 10:30

Kylfingur dó úr bíflugnastungum

Skv. lögreglu dó 64 ára kylfingur frá Ohio eftir að hafa verið stunginn af bíflugum a.m.k. 20 sinnum, þegar hann var að leita að bolta sínum, þegar hann var við leik í Treetops Resort í Norður-Michigan.

Yfirmaður hjá Michigan State Police, Mark Tamlyn sagði að Darryl Dever frá Powell, Ohio hefði verið úrskurðaður látinn eftir að hafa átt í miklum vandræðum með að ná andanum.

Skv. frétt í MLive.com þá voru Dever og vinur hans — sem er læknir — að spila golf á norðurvelli Treetops þegar bolti Dever fór utan við röffið og í trjágróður, sem var við hlið brautarinnar. Tamlyn sagði að bíflugurnar hefðu ráðist á Dever þegar hann fór út í trjágróðurinn og stungu hann a.m.k. 20 sinnum í höfuðið, háls og axlir.

Dever var með ekkert ofnæmi fyrir bíflugnastungum en Tamlyn sagði að nógu margar stungur gætu leitt til dauða jafnvel fyrir menn, sem ekki væru með ofnæmi fyrir þeim.

Treetops Resort er í grennd við Gaylord, sem er u.þ.b. 200 mílur í norðvestur af Detroit.

Þetta kennir fólki kannski að vera ekki að leita að golfboltum sínum erlendis, ef þeir fara út af braut – mörg dauðslys hafa t.a.m. orðið á golfvöllum í Florida þegar menn leita að bolta sínum nálægt ám eða vötnum á golfvöllum sem krókódílar eru í.

Spurning hvort Dever í þessu tilviki hafi mátt vita að bíflugur væru á vellinum?