
Kylfingar 19 aldar: nr. 9 – Seymour G. Dunn
Seymour Gourlay Dunn er annar af tveimur sonum Tom Dunn, sem fjallað var um í síðustu 2 greinum og barnabarn Willie Dunn eldri. Talið er að hann hafi fæðst í kylfusmíðaskúr föður síns á West Links North Berwick 11. mars 1882.
Á fullorðinsárum var honum var lýst sem 1,80 metra háum ljóshærðum og bláeygðum manni, með þyrni tatooveraðan á framhandlegginn. Hann var aðeins 15 ára þegar hann kom í fyrsta sinn til Bandaríkjanna í júní 1897. Þá þegar hannaði hann 9 holu völl í Lawrenceville School í New Jersey. Tveimur árum síðar, 1899 var Seymour ráðinn sem golfkennari til Societe Golf de Paris og hannaði nokkra golfvelli í Evrópu m.a. fyrsta golfvöll í Belgíu í Royal Ostend golfklúbbnum (1903); völlinn í Royal Golf Club de Belgique (1906) fyrir Leópold Belgíukonung og golfvöll á landareign Rothschild-ættarinnar í Frakklandi (1908); golfvöll fyrir Emmanuel konung Ítalíu (1908) og enn annan golfvöll í Royal Zoute golfklúbbnum in Belgíu (1909).
Árið 1904 var Seymour ráðinn golfkennari til Royal County Down á Norður-Írlandi og frá 1906 varði hann sumrunum við Lake Placid í New York, en því svæði tengdist hann það sem eftir var ævinnar.
Árið 1907 fluttist hann alfarið til Bandaríkjanna og vann hjá frænda sínum Willie Dunn yngri í Van Cortlandt Park golfklúbbnum. Sama ár, 1907, var Seymour ráðinn golfkennari í Wykagyl golfklúbbnum, í Rochelle, NY og árið 1909 byggði hann golfvöllinn í Lake Placid Resort G.C., en þangað fluttist hann árið á eftir. Seymour kom á laggirnar póstverslun með golfútbúnað með vörumerki sínu þar sem á var kóróna og banner, þar sem á stóð „Vi et Arte.”
Seymour Dunn skrifaði mánaðarlega greinar í bandarísk golftímarit undir listamannanafninu „Tantallon.”
Hann var meðal fyrstu gúrú-a golfkennslunnar, en hann kenndi mörgum topp-atvinnumanninum í golfinu og notaði kennsluaðferðir, sem hann þróaði. Meðal nemenda hans voru menn á borð við golfstjörnurnar: Jim Barnes, Walter Hagen og Gene Sarazen.
Dunn sýndi rétt sveifluplan með því að nota ímyndaðan glerpanel.
Þetta var afritað í kennslubók Ben Hogan „Five Lessons” án þess að getið hafi verið heimilda. Seinna viðurkenndi Hogan að hann hefði fengið innblástur sinn og hefði tekið upp margt í sveiflukenningum Dunn. Seymour sjálfur skrifaði golfkennslubókina: „Fundamentals – Orthodoxy Of Style” sem Golf Digest, taldi meðal klassískra golfkennslubóka.
Seymour Gourlay Dunn hannaði marga golfvelli í kringum New York þ.á.m.: Tuscarora (1923); Rochester (1925); Suneagles nú Monmouth C.C (NJ) (1926); Craig Wood Golf and Country Club (1926); Locust Hill (1927); Ticonderoga (1929); Lake Placid Links Course. Hann byggði líka golfvöllinn í Saranac Inn Golf and Country Club með frænda sínum Willie Dunn Jnr., en það taldi hann vera besta verk sitt.
Árið 1928 var hann í samstarfi við A.G. Spalding & Brothers í New York og árið 1929 kom hann upp innandyra golfskóla í Madison Square Gardens með 30 golfkennurum og 18 pitch og pútt holum. Áhrif Seymour Gourlay Dunn á þróun golfsins er almennt viðurkennd.
Seymour Gourlay Dunn dó í janúar 1959 í Lake Placid, New York í Bandaríkjunum, 76 ára að aldri.
Heimild: North Berwick Factfile og Historic Dictionary of Golf
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster