
Kylfingar 19. aldar: nr. 8 – Thomas Dunn – seinni grein –
Árið 1889, (eftir að hafa verið rekinn frá North Berwick) var Tom Dunn skipaður vallarstjóri og kylfusmiður í Tooting Bec golfklúbbnum í Surrey þar sem hann hannaði og byggði Furzedown golfvöllinn. Philip Wynn, kylfusmiður frá North Berwick gerðist samstarfsmaður Tom Dunn í Tooting Bec.
Tom Dunn kenndi Arthur J. Balfour að spila golf í North Berwick (en Balfour var forsætisráðherra Breta 1902-05) og eftir að þing var komið saman spiluðu Balfour og Tom Dunn oft í Tooting Bec nálægt London. Siðar var jörðin tekin og íbúðir byggðar, en 1906 var hinn frægi Tooting Bec Lídó þarna.
Tom Dunn fluttist til London Scottish G.C. þar sem hann stækkaði völlinn í 18 holu völl á Wimbledon Common. Stofnfélagi klúbbsins var Lord Elcho, 10. jarl af Wemyss og March, sem einnig var félagi í North Berwick G.C. London Scottish golfklúbburinn deildi golfvelli með Royal Wimbledon G.C. þar sem Ben Sayers var síðar golfkennari.
Árið 1891, byggði Tom Dunn Sheffield &Dunn District 9 holu golfvöllinn, sem síðar fékk nafnið Lindrick G.C., en fyrsti golfkennari og golfvallarstjóri á þeim velli var Johnny Forrest frá North Berwick.
Árið 1894 fór Tom Dunn frá London Scottish golfvellinum og byggði Meyrick Park golfvöllinn í Bournemouth þar sem hann var ráðinn sem kennnari. Það var í Bournemouth sem Tom Dunn & Son (sonurinn var John D. Dunn) stækkuðu fyrirtæki sitt. John bar ábyrgð á kylfusmíði meðan Tom einbeitti sér að hönnun golfvalla. Kylfurnar voru stimplaðar með ljóni og letri umhverfis þar sem á stóð „T. Dunn & Son, Bournemouth.”
Árið 1884 fékk John einkaleyfi fyrir kylfu unninni úr einum trjábút og kynnti hana í Bandaríkjunum, þegar hann var framkvæmdarstjóri golfdeildar Bridgeport Gun Implement Co árið 1898. Tom Dunn sigldi til Bandaríkjanna 1899 og var ráðinn af „the Oriental and Manhattan Hotel group” til þess að hafa eftirlit með golfvöllum þeirra í Flórída. Hann aðstoðaði líka son sinn John D. Dunn, sem framkvæmdastjóra West Florida Golf Association. Tom Dunn fór síðan frá Bandaríkjunum og byggði golfvöllinn í Hanger Hill þar sem hann kenndi og var jafnframt vallarstjóri, þar til slæm heilsa neyddi hann til þess að hætta störfum. Tom Dunn dó í Bladgon Sanatorium nálægt Bristol árið 1902, 52 ára að aldri. Ekkja hans, Isabella bjó síðan í „The Brooks” í East Grinstead, eftir andlát eiginmannsins.
Heimild: North Berwick Factfile
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða