Kylfingar 19. aldar: nr. 7 – Willie Dunn eldri
Willie Dunn eldri fæddist í Musselburgh 1821. Hann, ásamt tvíburabróður sínum, Jamie, spilaði í mörgum áskorendamótum (challenge matches) á árunum 1840-1860. Willie var nemi hjá Gourlay fjölskylduni og var vallarstjóri í Blackheath til ársins 1864, en þá sneri hann aftur til Thistle golfklúbbsins á Leith Links. Willie vann sem kylfu- og boltasmiður í heimahúsum þ.e. í Primrose Cottage, Lochend, Leith. Árið 1867 tók Thistle golfklúbburinn Vanburgh Place nr. 8 á leigu sem klúbbhús og þar bjó Willie Dunn og var með verkstæði á Vanburgh Place Lane.
Dunn átti tvo syni Thomas (alltaf kallaður Tom), sem nam kylfusmíði hjá föður sínum í Musselburgh og Willie Dunn yngri, sem var nemi hjá eldri bróður sínum frá 13 ára aldri (um syni Willie Dunn eldri og sonarsyni Seymour og John verður fjallað næstu daga).
Willie Dunn eldri bjó á Leith Links í 10 ár áður en hann flutti sig aftur til North Berwick. Hann dó í Millhill, Inveresk árið 1878, aðeins 57 ára.
Heimild: North Berwick Factfile
- mars. 31. 2023 | 16:30 Gary Player þarf að „grátbiðja“ til að fá að spila á Augusta National
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2023
- mars. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Peter McEvoy og Davíð Arthur Friðriksson – 22. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore