Kylfingar 19. aldar: nr. 7 – Willie Dunn eldri
Willie Dunn eldri fæddist í Musselburgh 1821. Hann, ásamt tvíburabróður sínum, Jamie, spilaði í mörgum áskorendamótum (challenge matches) á árunum 1840-1860. Willie var nemi hjá Gourlay fjölskylduni og var vallarstjóri í Blackheath til ársins 1864, en þá sneri hann aftur til Thistle golfklúbbsins á Leith Links. Willie vann sem kylfu- og boltasmiður í heimahúsum þ.e. í Primrose Cottage, Lochend, Leith. Árið 1867 tók Thistle golfklúbburinn Vanburgh Place nr. 8 á leigu sem klúbbhús og þar bjó Willie Dunn og var með verkstæði á Vanburgh Place Lane.
Dunn átti tvo syni Thomas (alltaf kallaður Tom), sem nam kylfusmíði hjá föður sínum í Musselburgh og Willie Dunn yngri, sem var nemi hjá eldri bróður sínum frá 13 ára aldri (um syni Willie Dunn eldri og sonarsyni Seymour og John verður fjallað næstu daga).
Willie Dunn eldri bjó á Leith Links í 10 ár áður en hann flutti sig aftur til North Berwick. Hann dó í Millhill, Inveresk árið 1878, aðeins 57 ára.
Heimild: North Berwick Factfile
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms ——- 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum
- janúar. 14. 2021 | 08:00 GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!
- janúar. 14. 2021 | 07:00 LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!
- janúar. 13. 2021 | 18:00 PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!
- janúar. 13. 2021 | 16:30 Áskorendamótaröð Evrópu: Mótum í S-Afríku frestað
- janúar. 13. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Frímann Þórunnarson – 13. janúar 2020
- janúar. 13. 2021 | 13:00 Evróputúrinn: Boðskortin á Sádí International
- janúar. 13. 2021 | 10:00 Sonur Gary Player hvetur föður sinn til að skila Trump frelsisorðunni
- janúar. 13. 2021 | 08:00 Vegas með Covid